Spænski boltinn

Hildur fer vel af stað á Spáni

30.sep.2017  17:05 Oli@karfan.is

Spænska B-deildin hófst í dag en Hildur Björg Kjartansdóttir leikur með Club Baloncesto Leganés í deildinni. Hildur, sem lék síðustu ár með háskólaliði UTR Grand Valley í Bandaríkjunum, hafði fyrr í sumar gert samning við Dominosdeildarlið Breiðabliks en fékk svo tækifæri að spila í Spænsku B-deildinni. 

 

Leganes byrjaði deildina á sigri gegn Picken Claret. Leikurinn endaði með 21 stigs sigri Hildar og félaga 72-51. Hildur var með 10 stig, 15 fráköst og tvær stoðsendingar í þessum fyrsta leik sínum með félaginu. Hún lék flestar mínútur allra í liðinu og tók flest skot og því ljóst að henni er ætlað stórt hlutverk í liðinu sem endaði í fimmta sæti á síðasta tímabili. 

 

Leganes mætir Ciudad De Los Adelantados næstu helgi. Ægir Þór Steinarsson leikur einnig í Spænsku B-deild karla og spilar sinn fyrsta leik í kvöld gegn Araberri.