Franska deildin

Martin bestur í fyrsta sigri Reims

27.sep.2017  07:23 Oli@karfan.is

Haukur Helgi í tapliði

Franska úrvalsdeildin hófst um síðustu helgi en Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson leika í deildinni. Önnur umferð fór fram í gærkvöldi en það var ólíkt hlutskipti þeirra félaga. 

 

Martin Hermannsson og félagar í Chalons-Reims unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið vann Antibes 86-78 í kvöld. Martin var í byrjunarliði Reims í kvöld. Ekki nóg með það heldur var hann valinn maður leiksins með 15 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. 

 

Haukur Helgi Pálsson og Cholet töpuðu hinsvegar gegn Hyéres-Toulon 73-79 og hafa nú tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þessa. 

 

Næsta umferð fer fram um helgina en Martin og Reims mæta Strassbourg sem fór í úrslitaeinvígi Pro A deildarinnar á síðustu leiktíð. Haukur Helgi mætir Lyon-Villeurbanne sem hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa.