FIBA Europe Cup

Þátttöku KR í Evrópukeppninni lokið þetta árið

26.sep.2017  20:15 Oli@karfan.is

KR lék í kvöld seinni leik liðsins í einvíginu gegn Belfius Mons í FIBA Europe Cup en leikurinn fór fram í Belgíu. Fyrri leikinn vann Mons með 21 stigi og því ljóst að um erfitt verkefni var að ræða fyrir bikar- og Íslandsmeistara KR. 

 

KR byrjaði ágætlega og leiddi á tímabili í fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei mikill og leit allt út fyrir hörkuleik. Í raun leit allt út fyrir spennuleik allt fram á loka mínúturnar. Munurinn var einungis fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en þriggja stiga körfu regn Belfius Mons í lok fjórða leikhluta gerði út um vonir KR að koma til baka. 

 

Lokastaðan 84-71 fyrir belgunum í kvöld og er liðið því komið í næstu umferð þar sem mótherjarnir verða Beroe frá Bulgaríu. Þátttöku KR er þar með lokið í evrópukeppninni þetta árið en framfarirnar klárar að Íslenskt lið taki þátt í Evrópukeppni.

 

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá KR með 20 stig og var með 5 fráköst. Darri Hilmarsson var með 17 stig og Jalen Jenkins með 15 stig og 8 fráköst. Garlon Green var aftur gríðarlega erfiður KR en hann endaði með 26 stig og 10 fráköst og þá var Tre Demps með 21 stig. Saman voru Green og Demps með átta þriggja stiga körfur. 

 

Tölfræði leiksins.