FIBA Europe Cup

Beint: KR gegn Belfius Mons í Evrópukeppni

26.sep.2017  18:00 Oli@karfan.is

KR spilar seinni leik sinn í einvíginu gegn Belgíska liðinu Belfius Mons í FIBA Europe Cup í kvöld. Liðin léku í DHL-höllinni fyrir viku síðan en þá hafði Belfius Mons betur 88-67 en KR átti ekki góðan síðari hálfleik gegn belgíska liðinu. Nánar um fyrri leikinn má lesa hér. 

 

Íslands-og bikarmeistarar KR þurfa því að snúa við 21 stigs tapi í kvöld. Takist þeim það ekki er þátttöku þeirra í Evrópukeppninni lokið þetta árið. Leikurinn fer fram í Mons Arena í bænum Mons en höllin tekur 4000 manns. Belfius Mons tapaði fyrsta leik Belgísku deilarinnar um síðustu helgi gegn Oost­ende 74:85. 

 

Ljóst að verðugt verkefni býður KR í kvöld en leikurinn hefst kl 18:30 að Íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni útsendingu hér að neðan: