Kristófer aftur frábær fyrir Star Hotshots

22.sep.2017  18:26 Oli@karfan.is

Kristófer Acox lék sinn annan leik fyrir Star Hotshots í Filippseyjum í gær þegar liðið lék við Star def KIA. Kristófer átti annan stórleik fyrir Filippiseyjaliðið sem vann öruggan sigur.

 

Kristófer var með 19 stig og 15 fráköst í leiknum sem Hotshots unnu 128-81. Hann var einnig með 3 stoðsendingar, 2 varin skot, 2 stolna bolta og 63% skotnýtingu. 

 

Hotshots þurfa nú að vinna leik sinn á sunnudaginn gegn NLEX í baráttu sinni um fjórða sæti en bæði lið eru í þeirri baráttu og því virkilega erfiður leikur framundan. Sigurinn í dag þýðir að lið Kristófers er komið í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. 

 

Tölfræði leiksins

Mynd / PBA Media Bureau