1. deild karla:

Gnúpverjar semja við stigahæsta Bandaríkjamann ársins 2012

22.sep.2017  11:17 davideldur@karfan.is

 

1. deildarlið Gnúpverja hefur smið við bandaríkjamanninn Everage Richardson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Richardson er 32 ára skotbakvörður sem lék síðast fyrir BBC Residence Walferdange í Lúxemborg, en þar skilaði hann 25 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

 

Eins og aldurinn gefur til kynna er Richardson reynslumikill atvinnumaður. Árið 2012 vann hann sér inn gælunafnið Svarta Perlan, þegar hann lék með Bodfeld Baskets í Þýskalandi. Það tímabil skilaði hann 42 stigum að meðaltali í leik og var með því stigahæsti  bandaríski atvinnumaður í heiminum.