MVP í viðtali við Karfan.is fyrir tveimur vikum:

Dragic leyfði sér að dreyma og draumurinn varð að veruleika

18.sep.2017  10:20 Oli@karfan.is

Slóvenía tryggði sér evrópumeistaratitilinn 2017 eftir sigur á Serbíu í æsilegum úrslitaleik Eurobasket 2017. Slóvenía var með góða forystu framan af leik enn Serbar komu sterkir til leiks í seinni háflleik og úr varð æsispennandi lokamínútur. Að lokum vann Slóvenía 93-85. 

 

Fyrir mótið var Slóvenía í níunda sæti í kraftröðun FIBA rétt fyrir mót. Það má því segja að sigur Slóveníu sé óvæntur. Ekki nóg með það heldur vann liðið alla leiki sína á mótinu. Slóvenía var einnig með Íslandi í riðli í riðlakeppninni. 

 

Leikstjórnandinn og NBA stjarnan Goran Dragic var valinn mikilvægasti leikmaður (MVP) Eurobasket 2017 af fjölmiðlamönnum. Hann var með 22,6 stig, 5,1 stoðsendingu og 22 framlagsstig að meðaltali í leik. Hann var algjör leiðtogi í þessu liði Slóveníu sem vann sinn fyrsta evrópumeistaratitil í sögunni. Hann lýkur því landsliðsferli sínum sem evrópumeistari og besti leikmaður Eurobasket 2017 eða á besta mögulega máta. 

 

Það er því ekki úr vegi að rifja upp ummæli Goran Dragic í viðtali við Karfan.is. Eftir að Slóvenía vann Grikkland í þriðja leik riðlakeppninnar ræddi Karfan.is við Goran Dragic um leikinn gegn Íslandi sem var þá daginn eftir eða þann 5. september. Einnig var hann spurður um hvort liðið gæti stefnt á verðlaunasæti á mótinu eftir góða byrjun. Dragic sagði þá við blaðamann Karfan.is að það hafi verið markmiðið frá því liðið kom saman. Hann viðurkenndi þó að verkefnið væri ærið enda mörg góð lið. Að lokum bætti hann við „Það má láta sig dreyma. Hvers vegna ekki?“ um möguleika Slóveníu á verðlaunasæti. 

 

 

Viðtalið við Goran Dragic fyrir leikinn gegn Íslandi má finna í heild sinni hér að neðan: