Eurobasket 2017:

Tveir Slóvenar í úrvalsliði Eurobasket 2017

17.sep.2017  20:38 Oli@karfan.is

Slóvenía tryggði sér evrópumeistaratitilinn 2017 eftir sigur á Serbíu í æsilegum úrslitaleik Eurobasket 2017. Serbar voru sterkari í fyrsta leikhluta en annar leikhluti var algjörlega magnaður hjá Slóveníu og fóru með 56-47 forystu inní hálfleikinn. 

 

Fyrir mótið var Slóvenía í níunda sæti í kraftröðun FIBA rétt fyrir mót. Það má því segja að sigur Slóveníu sé óvæntur. Ekki nóg með það heldur vann liðið alla leiki sína á mótinu. Slóvenía var einnig með Íslandi í riðli í riðlakeppninni. 

 

Fjölmiðlamenn völdu úrvalslið mótsins og lauk kosningu í þriðja leikhluta úrslitaleiksins. Liðið má finna hér að neðan:

 

Úrvalslið Eurobasket 2017: 

Goran Dragic - Slóvenía 

Alexey Shvoed - Rússland

Bogdan Bogdanovic - Serbía

Luka Doncic - Slóvenía

Pau Gasol - Spánn