Eurobasket 2017:

Eurobasket lýkur í dag - Hvaða þjóð verður Evrópumeistari?

17.sep.2017  06:40 Oli@karfan.is

Körfuboltaveisla síðustu vikna lýkur í dag er úrslitaleikir Eurobasket 2017 fara fram. Leikið verður um bronsverðlaun auk þess sem úrslitastundin sjálf fer fram. 

 

Leikurinn um þriðja sætið fer fram kl 14:00 í dag á milli Spánar og Rússlands. Felstir bjuggust við að spánverjar yrðu evrópumeistarar en óvænt úrslit í undanúrslitum gegn Slóveníu komu í veg fyrir það. Spánn hefur eingöngu einu sinni misst af verðlaunasæti á Eurobasket frá 1997. 

 

Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram kl 18:45 að Íslenskum tíma. Þar mætast Slóvenía og Serbía en Slóvenía var með Íslandi í A-riðli mótsins. Hvorug þjóðin hefur nokkurn tímann orðið evrópumeistari nema undir nafni Júgóslavíu. Goran Dragic mun leika sinn síðasta landsleik fyrir Slóveníu og spurning hvort hann endi landsliðsferilinn á stóra titlinum. 

 

Karfan.is setti af stað skoðanakönnun á Twitter um hvor þjóðin myndi verða Evrópumeistarar í ár og virðast körfuboltaáhugamenn vera heldur betur á báðum áttum enda mundar mjög litlu. 

 

 

 

Leikir dagsins á Eurobasket:

 

Leikur um bronsverðlaun: Spánn - Rússland kl 14:00 - Í beinni á RÚV

Úrslitaleikur: Slóvenía - Serbía kl 18:30 - Í beinni á RÚV2