Evrópukeppnin á þriðjudag

Liðið sem mætir KR í Evrópukeppninni lék gegn Martin og félögum

16.sep.2017  21:14 Oli@karfan.is

Næstkomandi þriðjudag fer fram evrópuleikur KR og Belfius Mons frá Belgíu í FIBA Europe Cup. Íslensk lið hafa leikið ansi marga evrópuleiki í gegnum tíðina en langt er síðan sá síðasti fór fram. 

 

Síðasta lið sem lék í evrópukeppnninni var einnig KR sem lék gegn tyrkneska liðinu Banvit BC. KR tapaði báðum leikjum gegn Banvit þeim fyrri 79-96 í DHL-höllinni en útileikurinn fór 95-83 fyrir tyrkjunum. 

 

Þetta árið drógst KR gegn Belfius Mons frá Belgíu sem endaði í 7. sæti í Belgísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og féll úr leik gegn Antwerp í átta liða úrslitum. Liðið er skipað þremur bandarískjum leikmönnum eins og staðan er núna og ætlar sér greinilega stóra hluti í deildinni í vetur. 

 

Liðið lék í dag æfingaleik gegn franska úrvalsdeildarliðinu Chalons Reims Basket sem Martin Hermannsson leikur með. Lið Belfius Mons vann nokkuð öruggan sigur á Martin og félögum 74-58. Martin var því miður ekki með Reims í dag en hann varð fyrir því óhappi að lenda illa á bakinu í æfingaleik í gær og var því ekki með vegna meiðsla. 

 

Leikur Belfius Mons og KR fer fram á þriðjudaginn kl 19:00 í DHL höllinni.