EuroBasket 2017:

Serbía leikur til úrslita gegn Slóveníu á sunnudaginn

15.sep.2017  21:37 davideldur@karfan.is

 

Seinni undanúrslitaleikur EuroBasket 2017 fór fram í kvöld í Tyrklandi þegar að Serbía sigraði Rússland með 87 stigum gegn 79. Fyrri leikinn hafði Slóvenía unnið gegn Spán í gær. Verða það því Serbía og Slóvenía sem mætast í úrslitaleik komandi sunnudag kl. 18:30. Fyrr um daginn, kl. 14:00, munu Rússland og Spánn leika um þriðja sæti mótsins.

 

Serbía byrjaði leik kvöldsins betur en Rússland. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með 5 stigum, 25-20. Þegar í hálfleik var komið höfðu þeir svo bætt við þessa forystu, 48-34.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins reyndi Rússland hvað þeir gátu til að vinna niður þessa forystu, en eftir þrjá leikhluta var forysta Serbíu enn nokkur, eða 9 stig, 66-57. Í honum gerði Serbía svo það sem þurfti til þess að sigra leikinn að lokum með 8 stigum, 87-79.

 

Atkvæðamestur fyrir Serbíu var Bogdan Bogdanovic, en hann skoraði 24 stig, tók 3 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum.

 

Tölfræði leiks

 

Það helsta úr leiknum: