EuroBasket 2017:

Hvaða lið mætir Slóveníu í úrslitum á sunnudaginn?

15.sep.2017  09:33 davideldur@karfan.is

Leikur dagsins

 

Í kvöld mætast Rússland og Serbía í undanúrslitum EuroBasket 2017 í Tyrklandi. Bæði voru liðin í D riðil keppninnar þar sem að þau unnu fjóra leiki en töpuðu einum. Innbyrðis leik þeirra í riðlinum sigraði Rússland með 3 stigum, 75-72. 

 

Í 16 liða úrslitum fór Serbía í gegnum Ungverjaland áður en þeir sigruðu Ítlíu í 8 liða. Rússland sigraði Króatíu í 16 liða og Grikkland í 8 liða.

 

Leikurinn hefst kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á RÚV2.

 
Mynd/ FIBA

Könnun Karfan.is á Twitter um úrslit leiksins: