EuroBasket 2017:

Slóvenía sló Evrópumeistara Spánar út

14.sep.2017  20:09 davideldur@karfan.is

Leika til úrslita á sunnudaginn

 

Slóvenía sigraði Evrópumeistara Spánar með 20 stigum, 92-72, í undanúrslitum EuroBasket 2017. Liðið mun því mæta annaðhvort Serbíu eða Rússlandi í úrslitaleik komandi sunnudag kl. 18:30.

 

Slóvenía leiddi allan leik dagsins. Eftir fyrsta leikhluta var forysta þeirra 6 stig, 25-19. Undir lok fyrri hálfleiksins kemst Spánn svo betur í takt. Leikurinn í járnum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 49-45, Slóveníu í vil.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins slítur Slóvenía sig svo frá Spáni með góðum 24-12 þriðja leikhluta. Forysta þeirra því 16 stig fyrir lokaleikhlutann, 73-57. Í honum stenst Slóvenía svo veikar tilraunir Evrópumeistaranna til að gera þetta að leik aftur og sigra að lokum mjög örugglega, 92-72.

 

Úrslit sem að heldur betur komu á óvart, en samkvæmt könnun Karfan.is á Twitter fyrir leik í dag bjuggust 78% við sigri Spánar:

 

 

Atkvæðamestur í leiknum var ungstirnið Luk Doncic með 11 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar á þeim 35 mínútum sem hann spilaði.

 

Seinni undanúrslitaleikurinn milli Rússlands og Serbíu er á sama tíma, kl. 18:30 annað kvöld og verður hann einnig í beinni útsendingu á RÚV2.

 

Tölfræði leiks