EuroBasket 2017:

Gasol, Bogdanovic, Porzingis, Doncic og Dragic í úrvalsliði 8 liða úrslitanna

14.sep.2017  09:36 davideldur@karfan.is

 

Rússland, Spánn, Serbía og Slóvenía komust öll áfram úr 8 liða úrslitum EuroBasket 2017 í gær og á þriðjudaginn. Undanúrslitin verða svo spiluð í dag og á morgun. Í kvöld kl. 18:30 mæta Evrópumeistarar Spánar liði Slóveníu og á sama tíma á morgun mætast Serbía og Rússland.

 

Eftir leikina í gærkvöldi tilkynnti FIBA hvaða fimm leikmenn væru í úrvalsliði 8 liða úrslitanna. Í því eru Goran Dragic og Luka Doncic frá Slóveníu, Kristaps Porzingis frá Lettlandi, Bogdan Bogdanovic frá Serbíu og Marc Gsol frá Spáni.

 

Gasol var einnig valinn atkvæðamesti leikmaður umferðarinnar, en hann skilaði 28 stigum og 10 fráköstum í sigri Evrópumeistarana á Þýskalandi.