Spánn:

Tryggvi hafði betur gegn Ægi

13.sep.2017  21:37 davideldur@karfan.is

 

Landsliðsmennirnir Ægir Þór Steinarsson hjá TAU Castello og Tryggvi Snær Hlinason hjá Valencia léku sína fyrstu leiki fyrir sín félög í æfingaleik á Spáni í kvöld. Valencia hafði betur, með 78 stigum gegn 71, en báðir komu leikmennirnir mikið við sögu í leiknum.

 

Ægir, var allt í öllu hjá Castello, skoraði 12 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á tæpum 26 mínútum í leiknum. Tryggvi spilaði eilítið minna, um 9 mínútur og skilaði á þeim 2 stigum og 3 fráköstum.

 

Valencia leikur í efstu deild á Spáni á meðan að TAU Catello er deild neðar.

 

Mynd / Valencia