Stefan Bonneau getur ennþá flogið

13.sep.2017  14:03 davideldur@karfan.is

 

Ef eitthvað er að marka færslu bakvarðarins Stefan Bonneau á samfélagsmiðlum frá gærdeginum, þá er það deginum ljósara að maðurinn hefur jafnað sig á þeim hremmingum sem hann fór í gegnum þegar hann lék með Njarðvík hér á landi 2014-16, en á því tímabili sleit hann báðar hásinar sínar með stuttu millibili.

 

Á myndandinu sést Stefan, sem er aðeins í kringum 173 cm að hæð, troða boltanum eftir að hafa sett hann á milli lappa sinna í loftinu.