Eurobasket 2017:

Rússar í undanúrslit eftir nauman sigur á Grikklandi

13.sep.2017  19:12 Oli@karfan.is

Rússland tryggði sér sæti í undanúrslitum síðdegis er liðið vann Grikkland í átta liða úrslitum mótsins. Grikkir sem voru með Íslandi í riðli byrjuðu mun betur og höfðu forystuna allan fyrri hálfleikinn. 

 

Það var ekki fyrr en Rússar skelltu í lás og fóru loks að hitta stórum skotum í fjórða leikhluta sem liðið seig frammúr og tryggði sér sigur í lokin. Hinn magnað0i Alexey Shved var stigahæstur í liði Rússlands í dag með 26 stig og 5 stoðsendingar. Nick Calathes var frábær hjá Grikkjum með 25 stig og 7 stoðsendingar en það var ekki nóg. 

 

Rússland mætir Serbíu eða Ítalíu í undanúrslitum á föstudag kl 18:45. Serbía og Ítalía spila þessa stundina í síðusta leik átta liða úrslitana og þá kemur í ljóst hver andstæðingur Rússa verður.

 

Myndbrot af því helsta úr leik dagsins má finna hér að neðan: