EuroBasket 2017:

Spánverjar áfram í undanúrslitin

12.sep.2017  18:17 davideldur@karfan.is

 

Spánn sigraði í dag Þýskaland, 84-72, í fyrsta leik 8 liða úrslita EuroBasket 2017. Liðið er því komið áfram í undanúrslit keppninnar. Þar munu þeir mæta sigurvegara leiks Slóveníu og Lettlands, en sá leikur hefst nú kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á RÚV2.

 

Þjóðverjar mættu tilbúnir til leiks í dag. Leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 19-16. Vel inn í annan leikhlutann náðu þeir svo að halda forystunni. Evrópumeistarar Spánar tóku þá við sér og voru komnir með yfirhöndina þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik 34-33.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins náði Spánn svo að slíta sig frá Þýskalandi með góðum 31-20 þriðja leikhluta. Leiddu þeir því með 12 stigum fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þeir svo það sem þurfti til að sigla nokkuð þægilegum 12 stiga sigri í höfn, 84-72.

 

Atkvæðamestur fyrir Spán í leiknum var Marc Gasol með 28 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar  og tvö varin skot. Fyrir Þýskaland var það Dennis Schroder sem dróg vagninn með 27 stigum, 4 fráköstum og 8 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks