Spánn:

Fyrsti leikur Ægis gegn Tryggva og félögum í Valencia á morgun

12.sep.2017  12:14 davideldur@karfan.is

Ægir: "Búinn með eina æfingu, beint í leik á móti Valencia"

 

Ægir Þór Steinarsson og Tryggvi Snær Hlinason eru nú báðir komnir til félaga sinna á Spáni. Tryggvi, til ACB meistara Valencia, en Ægir til TAU Castello, sem leikur í Leb Gold deildinni, en hún er sú næst efsta í landinu. Nú aðeins dagur síðan að Valencia tilkynnti komu Tryggva og samkvæmt Ægir er hann aðeins búinn að taka eina æfingu með liðinu til þessa. 

 

Leikmennirnir munu þó vafalaust mætast aftur á morgun kl. 18:45, þegar að TAU Castello tekur á móti Valencia í æfingaleik. Samkvæmt Ægir mun hann vera með í þessum leik, en alls er enn óvíst hvort Tryggvi verði í leikmannahóp Valencia.