EuroBasket 2017:

Úrvalslið 16 liða úrslita EuroBasket

11.sep.2017  17:14 davideldur@karfan.is

Alexey Shved með bestu frammistöðuna

 

FIBA valdi í dag í úrvalslið sitt frá 16 liða úrslitum EuroBasket 2017. Eins og komið hefur fram komust Ítalía, Þýskaland, Slóvenía, Grikkland, Lettland, Spánn, Rússland og Serbía áfram, en 8 liða úrslitin fara fram á þriðjudaginn og miðvikudaginn.

 

Í úrvalsliðinu eru þjóðverjinn Dennis Schroder og slóveninn Anthony Randolph frá leikjum laugardagsins. Frá leikjunum sem voru í gær þeir Janis Timma fyrir Lettland, Ognjen Kuzmic fyrir Serbíu og Alexey Shved fyrir Rússland, en hann var einnig valinn besti leikmaður 16 liða úrslitanna.

 

Shved frábær í 16 liða úrslitunum. Skoraði 27 stig, tók 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í nokkuð óvæntum sigri sinna manna á Króatíu.

 

Mynd / FIBA