EuroBasket 2017:

Þjóðirnar sem mætast í 8 liða úrslitum EuroBasket

10.sep.2017  22:37 davideldur@karfan.is

Rússland, Lettland, Serbía og Spánn áfram í dag

 

16 liða úrslitum EuroBasket 2017 lauk í Tyrklandi í kvöld þegar að Rússland sigraði Króatíu. Ásamt þeim komst Lettland, Serbía og Evrópumeistarar Spánar einnig áfram í dag. Áður, í gær, höfðu Ítalía, Þýskaland, Slóvenía og Grikkland tryggt sig áfram.

 

Frídagur verður á morgun á mótinu, en 8 liða úrslitin fara svo af stað á þriðjudaginn með tveimur leikjum og seinni tveir leikirnir verða svo á miðvikudaginn.

 

Úrslit 16 liða og viðureignir 8 liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan.

 

Mynd / FIBA

 

Úrslit 16 liða úrslitanna

 

09. September:

Slóvenía 79 - 55 Úkraína

Þýskaland 84 - 81 Frakkland

Finnland 57 - 70 Ítalía

Litháen 64 - 77 Grikkland

 

10. September

Lettland 100 - 68 Svartfjallaland

Serbía 86 - 78 Ungverjaland

Spánn 73 - 56 Tyrkland

Króatía 78 - 101 Rússland

 

 

 

Viðureignir í 8 liða úrslitum:

 

Þýskaland  Spánn - 15:45 Þriðjudag 

Slóvenía Lettland - 18:30 Þriðjudag

 

Grikkland Rússland - 15:45 Miðvikudag

Ítalía Serbía - 18:30 Miðvikudag