EuroBasket 2017:

Öruggt hjá Serbíu gegn Ungverjalandi

10.sep.2017  13:51 davideldur@karfan.is

Mæta Ítalíu á miðvikudaginn

 

Serbía sigraði Ungverjaland með 8 stigum, 86-78, í 16 liða úrslitum EuroBasket 2017. Þeir því komnir í 8 liða úrslit keppninnar, þar sem þeir muu mæta Ítalíu komandi miðvikudag.

 

Serbía var með tögl og haldir allan tímann í leik dagsins. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með 8 stigum, 24-16. Þegar í hálfleik var komið hafði Ungverjaland aðeins tekið við sér, en aðeins lagað stöðuna um eitt stig, 48-41.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins sleit Serbía sig svo enn frekar frá andstæðingnum og voru 16 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 69-53. Í honum gerði Ungverjaland gott áhlaup á forystuna, sem þó var ekki nóg og fór svo að lokum að Serbía sigraði leikinn með 8 stigum, 86-78.

 

Atkvæðamestur hjá Serbíu var Ognjen Kuzmić, en hann skoraði 17 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.

 

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna eru leikir dagsins