EuroBasket 2017:

Lettar fóru létt með Svartfjallaland

10.sep.2017  11:01 davideldur@karfan.is

Porzingis hvíldi lokafjórðunginn

 

Lettland sigraði Svartfjallaland, 100-68, í fyrsta leik dagsins í 16 liða úrslitum EuroBasket 2017. Leikurinn í raun og verunni aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Lettar voru komnir með 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 27-15. Þeir bættu svo bara í fyrir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta þeirra 16 stig, 53-37.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu þeir svo út um leikinn með góðum 29-15 hluta. Munurinn því orðinn 30 stig fyrir lokaleikhlutann. Fór svo að lokum að Lettland sigldi öruggum 32 stiga sigri í höfn, 100-68.

 

Atkvæðamestur fyrir Lettland, líklega vegna þess að Kristaps Porzingis hvíldi allan fjórða leikhlutann, var Janis Timma, en hann skoraði 21 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim rétt tæpu 24 mínútum sem hann spilaði.

 

Með sigrinum er Lettland komið í 8 liða úrslitin. Þar munu þeir mæta Slóveníu komandi þriðjudag, en þeir fóru taplusir í gegnum a riðil mótsins áður en að þeir sigruðu Úkraínu örugglega í 16 liða úrslitunum í gær.

 

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna eru leikir dagsins