Leikmaður Stjörnunnar í landsliði Nígeríu í Afríkukeppninni

10.sep.2017  18:30 Oli@karfan.is

Á sama tíma og Eurobasket fer fram í evrópu fer fram afríkukeppni landsliða (AfroBasket) í Senegal og Túnis þessa dagana. Núverandi afríkumeistarar Nígeríu hafa farið ágætlega af stað í keppninni og unnið tvo leiki af þremur í riðlakeppninni. 

 

Nokkuð óvænt nafn er í 12 manna hóp Nígeríu á mótinu sem körfuboltaáhugamenn þekkja ágætlega. Anthony Odunsi sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili leikur nefnilega með Nígeríu á mótinu. 

 

Odunsi vakti ekki mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi fyrir gott lið Stjörnunnar. Hann var með 16.1 stig að meðaltali í leik fyrir Stjörnunna en einungis 13 í úrslitakeppnina og reyndist lítil ógn er Stjörnunni var sópað úr leik í undanúrslitum Dominos deildarinnar gegn Grindavík. Odunsi hefur enn ekki samið við nýtt lið en Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar viðurkenndi í viðtali við Karfan.is eftir síðasta leikinn að leikmaðurinn hafi ollið vonbrigðum. 

 

Odunsi hefur leikið 14 mínútur að meðaltali fyrir Nígeríu fyrstu þrjá leikina er með 3 stig og 1 stoðsendingu að meðaltali. Dominos deildin á því sinn fulltrúa í AfroBasket rétt eins og í Eurobasket þetta árið. Hvort Odunsi mun hjálpa Nígeríu að verja afríkutitilinn verður spennandi en sjá en átta liða úrslitin hefjast á fimmtudaginn.