Eurobasket 2017:

Evrópumeistararnir sannfærandi gegn Tyrklandi

10.sep.2017  17:30 Oli@karfan.is

Spánverjar tryggðu sæti sitt í átta liða úrslitum Eurobasket 2017 eftir góðan sigur á heimamönnum í Tyrklandi. Spánverjar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu með nokkrum mun í fyrri hálfleik. 

 

Tyrkir eru með sterkt lið og héldu í við Spán allan leikinn en Spánverjar eru ógnarsterkir og kláruðu leikinn að lokum nokkuð sannfærandi. Lokastaðan 73-56 en Spánn jók muninn á lokamínútunum eftir að Tyrkland hafði gert góðar tilraunir til að hleypa leiknum uppí háspennuleik. 

 

Ricky Rubio var stigahæstur hjá Spáni með 15 stig en Sergi Rodriquez endaði með 11 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar. Furkan Korkmaz var sjóðheitur hjá Tyrklandi með 20 stig. 

 

Spánverjar mæta Þýskalandi á þriðjudaginn í átta liða úrslitum en Spánn eru núverandi evrópumeistarar og þykja ansi líklegir til þess að vinna titilinn aftur í ár. 

 

Tölfræði leiksins