EuroBasket 2017:

Slóvenía, Þýskaland, Ítalía og Grikkland í 8 liða úrslitin

09.sep.2017  20:06 davideldur@karfan.is

4 leikir á morgun

 

Fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum EuroBasket í Tyrklandi. Úrslitin nokkuð eftir bókinni þar sem að Slóvenía og Ítalía komust áfram. Það kom eilítið meira á óvart, miðað við gengi á mótinu hingað til, að Grikkland hafi unnið Litháen og sérstaklega þá að Þýskaland hafi unnið Frakkland, en það er í fyrsta skipti í 20 ár sem að þeir verða ekki með í 8 liða úrslitum mótsins.

 

Á morgun verða svo seinni fjórir leikir 16 liða úrslitanna. Þar munu mætast Lettland og Svartfjallaland, Serbía og Ungverjaland, Spánn og Tyrkland, svo síðast Króatía og Rússland.

 

Allir leikir morgundagsins verða í beinni útsendingu á RÚV eða RÚV2, en frekar má skoða dagskrána hér.

 

 

Úrslit:

Slóvenía 79 - 55 Úkraína

Þýskaland 84 - 81 Frakkland

Finnland 57 - 70 Ítalía

Litháen 64 - 77 Grikkland

 

Hérna er meira um úrslit dagsins