Eurobasket 2017:

Ítalía kláraði Finnland í fyrsta leikhluta

09.sep.2017  17:23 Oli@karfan.is

Markkanen með fjögur stig

Ítalía vann góðan sigur á Finnlandi í 16 liða úrslitum Eurobasket 2017. Segja má að leikurinn hafi klárast strax í fyrsta leikhluta er Ítalía spilaði stórkostlega og allt datt ofan í. 

 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-17 fyrir Ítalíu. Eftir það komst Finnland aldrei nær en 9 stig og en Ítalir léku ekki frábærlega heldur eftir fyrsta leikhlutann. Bellinelli hitti rosalega vel í dag rétt eins og liðið en hann endaði með 22 stig og þar af 5 þriggja stiga skot. Helsta stjarna Finnlands Lauri Markkanen komst aldrei í takt við leikinn í dag. Endaði með fjögur stig og var í miklum vandræðum varnarlega.

 

Lokastaðan var 57-70 fyrir Ítalíu sem er komið áfram í átta liða úrslit en Finnland er úr leik eftir að hafa komið virkilega á óvart í riðlakeppninni. Ítalía mætir Serbíu eða Ungverjalandi á miðvikudaginn. 

 

Tölfræði leiksins

 

Mynd / FIBA