Eurobasket 2017:

Frakkland ekki í átta liða úrslit í fyrsta skipti í 20 ár

09.sep.2017  14:00 Oli@karfan.is

Slóvenía auðveldlega í gegnum Úkraínu

Þýskaland tryggði sér í átta liða úrslit Eurobasket 2017 eftir ótrúlegan leik gegn Frakklandi. Frakkland var mun sterkari í fyrri hálfleik og ekkert virtist detta ofan í fyrir Þjóðverja. 

 

Dennis Schroder komst svo í gang í seinni hálfleik og leiddi liðið í endurkomu en Þýskaland komst fyrst yfir í leiknum um miðjan fjórða leikhluta. Evan Fournier reyndi sitt allra besta til að koma Frakkland i aftur inní leikinn á loka mínútunum en hann setti 18 stig í röð fyrir Frakkland í lokin. 

 

Lokamínúta leiksins var algjörlega ævintýraleg. Staðan var 77-68 þegar tvær mínútur voru eftir en þá átti Fournier ótrúleg skot og tókst þeim nánast að jafna í lokin þegar varnarmenn Þýskalands voru útá þekju í lokasókninni. Þriggja stiga skot Nando De Colo vildi ekki ofan í og lokastaðan 84-81 fyrir Þýskalandi. 

 

Þýskaland mætir Spáni eða Tyrklandi í átta liða úrslitum. Vonbrigðin eru gríðarleg fyrir Frakkland. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Frakkland kemst ekki í átta liða úrslit. 

 

Tölfræði leiksins.