Aðsend grein:

Þakkir

08.sep.2017  17:51 Oli@karfan.is

 

Undanfarna áratugi hefur íslenskur körfuknattleikur tekið miklum framförum. Ein birtingarmynd þessa er þátttaka landsliðsins í lokakeppni EM 2015 og 2017. Það að komast í þessar lokakeppnir er mikið afrek. Íslenskt körfuknattleiksfólk á að gleðjast yfir þessum árangri, njóta hans og vera stolt yfir honum.

 

Lokaleikurinn gegn Finnum verður flestum sem voru þar ógleymanlegur. Í höllinni voru um 12.000 virkir áhorfendur og umgjörð var góð. Íslenska liðið lék mjög vel í vörn og sókn, en ,,heppni" Finna og ,,aðstoð" frá dómurum varð til þess að Ísland missti af sigri.

 

Mig langar til að þakka landsliðsmönnum síðustu ára, þjálfurum og aðstoðarmönnum, stjórnar- og starfsmönnum KKÍ og stuðningsmönnum fyrir þessa körfuknattleikshátíð sem hefur staðið yfir síðustu misseri og ár.

 

Áfram karfa, Stefán Arnarson