Allt annað að sjá liðið í dag þrátt fyrir tap

Einkunnir úr Ísland-Frakkland: Jón Arnór minnti rækilega á sig

03.sep.2017  12:17 sigurdur.orri.kristjansson@gmail.com

Versti leikur Hlyns í íslensku treyjunni?

 

Karfan.is ætlar eftir hvern leik íslenska karlalandsliðsins að vera með einkunnagjöf sem hefur það að markmiði að endurspegla áhrif hvers leikmanns á leikinn. Nokkrir þættir koma við sögu í mati á leikmönnunum og þar má nefna væntingar til leikmannsins, tölfræði, varnarleikur og svo auðvitað einfaldlega geðþótti undirritaðs. Einungis eru gefnar einkunnir fyrir 10 eða fleiri spilaðar mínútur.

 

 

Kvarðann má sjá hér fyrir neðan einkunnagjöfina.

 

 

Martin Hermannsson - 5

Eftir fínan fyrri hálfleik þar sem Martin lét vel finna fyrir sér varnarlega og var ágætur sóknarlega þó nýtingin hefði mátt vera betri, þá fjaraði undan honum í þriðja leikhluta.

 

 

Kristófer Acox - 7

Geggjaður fyrri hálfleikur hjá Kristófer, skoraði mikið, spilaði góða vörn og var öflugur í fráköstunum. Seinni hálfleikurinn erfiður eins og hjá öðrum. Virkilega gaman að fylgjast með Kristófer í leiknum, hann olli miklum usla með íþróttamennsku sinni og sprengikrafti.

 

 

Hlynur Bæringsson - 2

Ekki góður leikur hjá Hlyni í dag, átti erfitt uppdráttar gegn sterkum miðherjum Frakka og var tekinn snemma útaf fyrir Pavel. Sóknarlega varla með í leiknum og aldrei þessu vant ekki með í fráköstunum heldur

 

 

Jón Arnór Stefánsson - 7

Frábær fyrri hálfleikur þar sem Jón bauð upp á allt. Skot, sendingar og varnarleik. Seinni hálfleikurinn mun erfiðari þrátt fyrir að hann hafi sýnt glefsur. Þreyttur í lok þriðja leikhluta, en góður heilt yfir.

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson - 4

Að venju sýndi Hörður fínann varnarleik og bætti auk þess við nokkrum flottum skotum fyrir utan. Ósýnilegur í seinni hálfleik og þess vegna ekki neitt sérstakur leikur heilt yfir.

 

 

Elvar Friðriksson - 4

Sást ekkert sérstaklega mikið í dag, en alltaf rólegur á boltanum og öruggur í sínum aðgerðum. Varnarlega á hann ekki möguleika gegn mikið hærri og sterkari leikmönnum.

 

 

Pavel Ermolinskij - 4

Frábær varnarleikur í fyrri hálfleik, kom snemma inn á og spilaði í miðherjanum. Þurfti þess vegna að berjast við stóra og þunga leikmenn Frakka sem þreytti hann mikið. Dapur í seinni hálfleik.

 

 

Haukur Helgi Pálsson – 4

Allt í lagi leikur hjá Hauki sem verður að taka meira til sín sóknarlega, varnarlega allt í lagi en var ekki áberandi í dag. Skotin oftast stutt. Bætti við stigum í ruslatíma sem láta leikinn líta aðeins betur út.

 

 

Tryggvi Snær Hlinason - 4

Ágætis barátta í Tryggva en gekk samt lítið hjá honum. Frekar vond nýting fyrir mann sem tekur bara skot 2 fetum frá körfunni. Kemst þó ágætlega frá sínu.

 

 

Brynjar Þór Björnsson – Spilaði ekki nóg

Ægir Þór Steinarsson - Spilaði ekki nóg

Logi Gunnarsson – Spilaði ekki nóg.

 

 

 

Kvarðinn:

10 – Stórkostlegur leikur, leiddi liðið til sigurs með tilþrifum á báðum endum vallarins og frábærri tölfræði.

9 – Frábær leikur, nokkurn veginn óaðfinnanlega spilaður og frábær tölfræði.

8 – Virkilega góður leikur, góð tölfræði í bland við sjáanleg áhrif á leikinn.

7 – Góður leikur, getur verið frábær á öðrum enda vallarins eða góður í bæði vörn og sókn.

6 – Fínn leikur, leikmaðurinn skilaði sínu og gerði lítið af mistökum sem kostuðu liðið.

5 – Allt í lagi, leikmaðurinn hafði ekki sjáanleg áhrif á leikinn til góðs eða ills.

4 – Ekki góður leikur, leikmaðurinn hafði sjáanleg vond áhrif á heildarniðurstöðu leiksins.

3 – Vondur leikur, leikmaðurinn með vonda tölfræði og slakur í vörn og sókn.

2 – Hræðilegur leikur, ömurleg tölfræði í bland við sjáanleg slæm áhrif á liðið.

1 – Til skammar.