EuroBasket 2017:

Strákarnir fá ekki að fara á Helga Björns í kvöld

01.sep.2017  11:29 davideldur@karfan.is

 

Í kvöld mun skemmtistaðurinn "The Circus" halda sérstakt íslendingateiti þar sem að SSSól með Helga Björnsson í farabroddi og Úlfur Úlfur munu halda uppi fjörina. Við spurðum aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Finn Frey Stefánsson eftir leik í gær hvort að landsliðið fengi útivistarleyfi til þess að mæta í veisluna, en hann hélt nú ekki. Sagði hann að eins gaman og það væri að sjá Helga Björnsson, þá séu allir meira fókusaðir á hitt, en liðið á leik gegn Póllandi á morgun.

 

Hérna er meira um teiti kvöldsins

 

Ummæli Finns: