Arnór Ingvi:

Gylfi og Hannes ekki með körfuboltagen

31.ágú.2017  10:15 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Ingvar og Kári væru hans fyrstu menn í körfuboltalið

 

Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var í morgun hress á æfingu landsliðsins í fótbolta hér í Helsinki.  Arnór sem æfði alla sína yngriflokka með Njarðvíkingum var ekki aðeins efnilegur á sínum tíma heldur nokkuð sleipur á körfuknattleiksvellinum og margir vonsviknir að hann hafi svo valið fótboltann.  Þeir sömu eru kannski ekki jafn vonsviknir í dag þar sem að kappinn er að ná hæstu hæðum þar á bæ. 

 

Við heyrðum í Arnóri og spurðum hann lauslega út í körfuboltann og hvort hann hafi verið að fylgjast með liðinu og svo spurðum við hann hvern hann myndi sjá fyrir sér komast í landsliðið í körfuboltanum af fótboltastrákunum.