Dominos deild karla

Andrée Michelsson semur við Hött

29.ágú.2017  00:02 Oli@karfan.is

Andrée Michelsson hefur ákveðið að semja við Hött á Egilsstöðum fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Andrée kemur til Egilsstaða frá Snæfell þar sem hann hefur leikið í eitt ár. Þetta greinir mbl.is frá í kvöld. 

 

Andrée sem á íslenska móðir en kom frá Malbas í Malmö fyrir ári síðan en hann er uppalinn í Svíþjóð. Hann endaði með 11,7 stig að meðaltali á 22. mínútum fyrir Snæfell sem féll úr Dominos deild karla. Hann sýndi góða spretti og var einn af sterkari leikmönnum Snæfells á síðustu leiktíð.

 

Höttur enduðu í efsta sæti í 1. deild karla á síðustu leiktíð og unnu sig þar með upp í Dominos deildina eftir einungis ársveru í 1. deild. Liðið hefur einnig samið við Bergþór Ægi Ríkharðsson og Taylor Strafford í sumar auk þess að halda öllum leikmönnum frá síðasta ári. Félagið hafði einnig samið við Adam Eið Ásgeirsson en ekkert varð úr því vegna persónulegra ástæðna Adams. 

 

Dominos deildin hefst 5. október næstkomandi en þá fær Höttur Njarðvík í heimsókn kl 19:15 á Egilsstöðum.