NBA:

Ganga viðskipti Cleveland og Boston til baka?

26.ágú.2017  07:33 davideldur@karfan.is

 

Eins og greint var frá á þriðjudaginn síðastliðinn, höfðu NBA félögin Cleveland Cavaliers og Boston Celtics gert með sér samning sem sendi Kyrie Irving til Celtics, en í staðinn færu Isaiah Thomas, Jae Crowder, Ante Zizic og fyrstu umferðar valréttur Brooklyn Nets í nýliðavalinu 2018 (sem Celtics áttu áður réttinn á) til Cavaliers.

 

Nú virðast vera komin einhver vandræði með þetta, því eins og venju samkvæmt þurfa leikmenn að standast læknisskoðun til þess að skipti geti gengið í gegn. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN er það Isaiah Thomas sem á í erfiðleikum með að uppfylla þau skilyrði sem læknisskoðunin felur í sér, en leikmaðurinn meiddist á mjöðm í úrslitum Austurstrandarinnar á síðasta tímabili og spilaði ekki meira það tímabilið. Leiddar voru líkur að því að mögulega væru þau meiðsl leikmannsins alvarlegri heldur en haldið var fram upphaflega.

 

Eftir að skiptin voru tilkynnt var framkvæmdarstjóri Boston Celtics spurður að því hvort að meiðsl Thomas hafi átt þátt í þeirri ákvörðun þeirra að senda hann til Cavaliers. Sagði hann þá að svo hafi verið að einhverju leyti.

 

Nú er ekkert tekið fram um hvort þessi viðskipti muni fyrir víst ganga til baka, en ef satt reynist með að meiðsl Thomas séu í raun alvarlegri heldur en áður var haldið fram, verður að telja ansi líklegt að Cavaliers vilji fá eitthvað meira í staðinn fyrir stjörnuleikmann sinn, Kyrie Irving, hvort sem það verður frá Celtics eða öðru liði.

 

Bleacher Report á Twitter:

 

The Ringer skrifar um hvað gerist ef Cavaliers samþykkja Thomas ekki:

 

Adrian Wojnarowski á Twitter: