Dominos deild karla:

Helgi Freyr áfram með Tindastól

25.ágú.2017  20:45 davideldur@karfan.is

 

Reynsluboltinn Helgi Freyr Margeirsson hefur á ný gert samning um að leika með Tindastól á komandi tímabili. Samkvæmt Feyki.is mun þetta vera 22. tímabilið sem að Helgi spilar. Þrátt fyrir að vera kominn á sitt 36. aldursár skilaði Helgi 6 stigum, 2 fráköstum og einni stoðsendingu að meðaltali í 25 leikjum fyrir félagið á síðasta tímabili. Ljóst er að um er að ræða mikilvæga viðbót fyrir annars gott lið Tindastóls fyrir næsta ár, þar sem að Helgi bæði kemur með mikla reynslu í klefann til liðsins, sem og getur hann verið hreint eitraður á ögurstundum úr djúpinu.