NBA:

Kyrie Irving til Boston Celtics

22.ágú.2017  23:26 davideldur@karfan.is

Ainge lét valrétt loksins af hendi

 

Samkvæmt vefmiðlinum Ringer er leikmaður Cleveland Cavaliers, Kyrie Irving, á leiðinni til Boston Celtics í skiptum fyrir Isaiah Thomas, valrétt Brooklyn Nets (sem Celtics áttu rétt á) í nýliðavali næsta árs, Jae Crowder og Ante Zizic. Skiptin virkilega stór fyrir bæði lið, þar sem að Boston Celtics eru nú komnir með einn besta leikmann deildarinnar í Kyrie, en Cleveland fá á móti stjörnuleikmann í Isaiah og mögulega gott skot á góðum nýliða í vali næsta vors.

 

Liðin tvö voru í fyrsta og öðru sæti Austurstrandarinnar á síðasta tímabili, þar sem Celtics voru ofar og mættust svo í undanúrslitum úrslitakeppni síðasta tímabils, þar sem að Cleveland fóru nokkuð auðveldlega áfram í úrslitin.

 

Liðin munu mætast fyrst í opnunarleik næsta tímabils fimmtudaginn 17. október.

 

Isaiah Thomas gæti þurft að útskýra þetta tíst frá árinu 2010 fyrir nýjum liðsfélaga sínum, Lebron James, við komuna til Cleveland:

 

 

Annálaður Celtics stuðningsmaður, eigandi vefmiðilsins The Ringer, Bill Simmons, þarf líklegast að segja sína skoðun á málunum: