NBA:

Westbrook líklega aftur verðmætasti leikmaður deildarinnar

17.ágú.2017  09:56 davideldur@karfan.is

 

Veðmálahúsið Bovada gaf á dögunum út sína fyrstu stuðla á hver verði valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á næsta tímabili. Ekki margt kemur á óvart í listanum hjá þeim. Þar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, Russell Westbrook, er talinn líklegastur til þess að verja þennan titil sinn. Fyrrum liðsfélagi hans, leikmaður Golden State Warriors, Kevin Durant er í öðru sætinu, en svo leikmaður San Antonio Spurs, Kawhi Leonard er í því þriðja.

 

Westbrook eini leikmaðurinn nú í hópi efstu þriggja sem einnig var þar í fyrra, en þá var leikmaður Golden State Warriors, Stephen Curry talinn líklegastur, en leikmaður Cleveland Cavaliers, Lebron James, næst líklegastur.

 

Leikmaður Milwaukee Bucks og gríska landsliðsins, Giannis Antetokounmpo, sem er af mörgum talinn næsta ofurstjarna deildarinnar er í sjötta sæti listans. Þannig að ef þú setur 1000 kr. á það að hann vinni verðlaunin fyrir þetta tímabil í dag, gætir þú rukkað 8500 kr. ef hann svo myndi vinna.

 

Listann má sjá í heild hér: