Euroasket 2017:

Ísland lagði Ungverjaland í Kazan

12.ágú.2017  18:01 davideldur@karfan.is

 

Íslenska landsliðið sigraði Ungverjaland með 60 stigum gegn 56 í öðrum leik sínum á æfingmóti í Kazan í Rússlandi. Leikurinn sá annar hjá liðinu á mótinu, en fyrsta leiknum töpuðu þeir fyrir Þýskalandi í gær.

 

Íslenska liðið var fjórum stigum undir í hálfleik, en þökk sé góðum þriðja leikhluta náðu þeir að snúa taflinu sér í vil og voru 7 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var svo jafn og spennandi allt fram til enda leiksins, en Ísland náði að halda út og kláraði leikinn að lokum af vítalínunni, 60-56.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Martin Hermnnsson með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.

 

Næst leikur liðið á morgun gegn heimmönnum, en sá leikur hefst kl. 09:30 í fyrramálið og hægt verður að fylgjast með útsendingu og tölfræði hér.

 

Umfjöllun af vef KKÍ

Tölfræði leiksins