20 dagar í Eurobasket: Rifjum upp stemninguna í Berlín

11.ágú.2017  07:05 Oli@karfan.is

Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 20 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Grikklandi. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Það er vel við hæfi að hefja þessa niðurtalningu þar sem síðasta Eurobasket lauk. Eftir háspennuleik gegn Tyrklandi þar sem Logi Gunnarsson jafnaði á lokasekúndunum og knúði fram framlengingu fögnuðu Íslensku stuðningsmennirnir vel. Stuðningsmenn Íslands vöktu verðskuldaða athygli og hylltu liðið með söngnum magnaða "Ég er kominn heim" rétt eftir leik. 

 

Orð eru í raun óþörf, en viðkvæmir vari sig því myndbandið hér að neðan mun valda gæsahúð!