U16 Drengja á Evrópumóti í Búlgaríu:

Sigur í fyrsta leik gegn Sviss

10.ágú.2017  16:36 davideldur@karfan.is

 

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Fyrsti leikur þeirra var í dag þegar að þeir unnu Sviss með 80 stigum gegn 60.

 

Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútunum, eftir fyrsta leiddi Ísland þó með einu stigi 21-20. Undir lok fyrri hálfleiksins fóru íslensku strákarnir af stað og voru með góða 16 stiga forystu þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 50-36.

 

Í seinni hálfleiknum gerðu þeir svo vel í að bæta við forystuna. Eftir þrjá leikhluta leiddu þeir með 22 stigum, 72-50. Í lokaleikhlutanum slökuðu þeir aðeins á, en sigldu engu að síður góðum 19 stiga sigri í höfn að lokum, 80-60.

 

Atkvæðamestur í íslensk liðinu var Dúi Jónsson með 17 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar á þeim 25 mínútum sem hann spilaði.

 

Næst leikur liðið gegn Rúmeníu fyrir hádegi á morgun, eða kl. 10:45. Mögulegt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu hér.

 

Hérna er meira um liðið

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna er meira um mótið

 

 

Hér er hægt að horfa á leik dagsins: