EM U18 kvenna:

Bein útsending: Kemur Íslenska liðið til baka eftir stórt tap?

05.ágú.2017  19:00 Oli@karfan.is

Ísland leikur sinn annan leik í B-deild evrópumóts U18 landsliða kvenna sem fram fer í Dublin þessa dagana. Andstæðingar dagsins eru Hvíta-Rússaland og hefst leikurinn kl 19:30. 

 

Íslenska liðið fékk skell í gær gegn Þýskalandi er liðið tapaði 31-104. Á sama tíma vann Hvíta-Rússland sannfærandi sigur á Austurríki 41-79. Íslenska liðinu bíður því nokkur áskorun þar sem lið Hvít-Rússa virðist mjög sterkt. 

 

Ísland leikur í B-riðli þar sem liðið er auk Þýskalands og Hvíta-Rússlandi með Albaníu og Austurríki í riðli. Lið Danmerkur var einnig dregið í B-riðil en ákvað liðið að tefla ekki fram U18 kvennaliði í sumar og er formleg afsökun fyrir því meiðsli leikmanna. Fyrir vikið tapar Danmörk öllum leikjum 20-0 í riðlinum.

 

Leikur Íslands og Hvíta-Rússlands hefst kl 19:30 að Íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér að neðan: