EM U18 stúlkna:

U18 stúlkna hefur leik á EM í dag

04.ágú.2017  10:03 Oli@karfan.is

 B-deild evrópumóts U18 landsliða kvenna hefst í dag. Þar keppast liðin um að komast uppí A-deild og leika þar að ári. Íslenska liðið leikur í B-riðli með Danmörku, Hvíta Rússland, Þýskalandi, Albaníu og Austurríki. 

 

Liðið lék á Norðurlandamótinu fyrr í sumar og endaði í fjórða sæti þar. Þjálfari liðsins er Finnur Jónsson en í liðinu eru sterkir leikmenn úr íslandsmeistaraliði Keflavíkur og þá voru Birna Valgerður Benónýsdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir í A-landsliðshóp fyrr í sumar. 

 

Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Þýskalandi en sá leikur hefst klukkan 17:15 og verður í beinni útsendingu á Karfan.is. Leikmannahóp Íslenska liðsins má finna í heild sinni hér að neðan: 

 

 

Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík
Dagbjört Dögg Karladóttir Valur
Elsa Albertsdóttir Keflavík
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir Njarðvik
Jónína Þórdís Karlsdóttir Stjarnan
Kamilla Sól Viktoradóttir Keflavík
Katla Rún Garðarsdóttir Keflavík
Ragnheiður Björk Einarsdóttir Haukar
Sigrún Elfa Ágústsdóttir Grindavík
Þóranna Kika Hodge-Carr Keflavík
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir Haukar

Þjálfari: Finnur Jónsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason