EM U18 karla:

Mánuði eftir 30 stiga tap gegn Svíum náði Ísland fram hefndum

04.ágú.2017  21:32 Oli@karfan.is

Bjarni Guðmann framlagshæstur

Íslenska U18 landslið karla lék í dag fyrsta leikinn í umspilinu um 9-16 sæti B-deildar evrópumótsins sem fram fer í Eistlandi þessa dagana. Andstæðingarnir í dag voru svíar sem unnu Ísland með þrjátíu stigum fyrir rúmum mánuði síðan á Norðurlandamótinu. . 

 

Leikurinn var hnífjafn í upphafi en Íslenska liðið tók forystuna í öðrum leikhluta. Liðið bætti í í þriðja og komust Svíar ekki nær eftir það. Íslenska liðið náði fram ótrúlegum hefndum gegn Sænska liðinu í dag og vann 71-63 sigur einungis nokkrum vikum eftir að hada skíttapað fyrir þeim. 

 

Bjarni Guðmann Jónsson átti enn og aftur frábæran leik fyrir Ísland en hann er framlagshæstur í liðinu. Hann var með 13 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 57% skotnýtingu. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur í liðinu með 18 stig. 

 

Ísland mun því leika um 9-12 sæti á morgun en andstæðingar liðsins verða Portúgal og fer leikurinn fram kl 17:30 og verður í beinni á Karfan.is. Í hinum leiknum um 9-12 sæti mætast Belgía og Ungverjaland. 

 

Tölfræði leiksins