Europe Cup:

KR mætir Belfius Mons frá Belgíu

03.ágú.2017  09:38 davideldur@karfan.is

 

Íslandsmeistarar KR tilkynntu það í lok síðasta tímabils að þeir ætluðu sér að taka þátt í FIBA Europe Cup á komandi tímabili, en ekkert lið frá Íslandi hefur tekið þátt síðan að þeir tóku þátt í evrópukeppni félagsliða árið 2008. Rétt í þessu var dregið í fyrri undankeppni þar í Munchen í Þýskalandi og munu KR-ingar leika við Belfius Mons-Hainaut frá Belgíu. Leikið verður heima og heiman þann 20. og 27. september næstkomandi.

 

Belfius Mons leikur í efstu deild í Belgíu og hefur þar lent í 7. sæti tvö síðustu tímabil. Hafa þeir í fjögur skipti lent í öðru sæti deildarinnar, síðast tímabilið 2014-15. 

 

Mikill her erlendra leikmanna leikur með belgíska liðinu, en með þeim léku 7 bandaríkjamenn, en aðeins 4 belgar á síðustu leiktíð.

 

Fari svo að KR sigri leikina gegn Belfius Mons, bíður þeirra annað einvígi gegn Beroe frá Búlgaríu dagana 4. og 11. október áður en dregið verður í átta fjögurra liða riðla keppninnar.