Hlynur upp í 12. sæti

Logi uppfyrir Torfa Magnússon

30.júl.2017  21:38 nonni@karfan.is

Tveimur æfingaleikjum íslenska landsliðsins er nú nýlokið gegn Belgíu. Báðir unnust þeir, sá fyrri í Smáranum í Kópavogi en síðari leikurinn fór fram á Akranesi. Með leikjunum tveimur komst bakvörðurinn Logi Gunnarsson upp í 4. sætið yfir leikjahæstu leikmenn Íslands með A-landsliðinu en nú hefur hann leikið 132 leiki fyrir Íslands hönd!


Aðeins Jón Kr. Gíslason (158), Valur Ingimundarson (164) og Guðmundur Bragason (169) hafa leiki fleiri landsleiki en Logi. Af þeim leikmönnum sem enn eru að spila er Hlynur Bæringsson næstur Loga en hann situr í 12. sæti yfir leikjahæstu leikmenn A-landsliðsins frá upphafi með alls 105 leiki á bakinu. Þar næstur á eftir af þeim leikmönnum sem enn eru að spila kemur Jón Arnór Stefánsson í 17. sæti með 89 leiki.


Mynd/ Bára Dröfn - Logi Gunnarsson er fjórði landsleikjahæsti körfuknattleiksmaðurinn með 132 leiki fyrir Íslands hönd.