EM U18 karla:

Ísland enn taplaust - Sigur á Hvíta-Rússlandi

30.júl.2017  20:35 Oli@karfan.is

Ísland kom sér á topp B-riðils ásamt Króatíu eftir sigur á Hvíta Rússlandi í B-deild Evrópumóts U18 drengja. Hvíta Rússland fór betur af stað og var yfir að loknum fyrsta leikhluta 13-12. 

 

Það var hinsvegar frábær annar leikhluti Íslenska liðsins sem fór langt með þennan sigur í dag. Ísland vann þann leikhluta 27-16 og fór því með 10 stiga forystu inní hálfleikinn. Íslenska liðið bætti svo enn meira í muninn í seinni hálfleik og Hvíta rússar náðu aldrei að minnka muninn eftir það. 

 

Ísland hafði því að lokum 78-71 sigur á Hvíta-Rússlandi og hafa nú unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu. Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur með 18 stig og var með 8 fráköst og 3 stolna bolta þar að auki. Andrés Ísak Hlynsson var mjög drjúgur í dag og endaði með 14 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga körfum sínum.

 

Ísland fær frí á morgun en leikur gegn Króatíu á þriðjudaginn. Króatía er einnig taplaust eftir þrjá leiki en Ísland þarf einungis einn sigurleik í viðbót til að tryggja sig í átta liða úrslit mótsins. 

 

Tölfræði leiksins