Áfall fyrir Ítalíu

Handarbrotnaði eftir að hafa kýlt mótherja

30.júl.2017  22:31 Oli@karfan.is

Missir af Eurobasket

Bestu landslið Evrópu keppast nú við að undirbúa lið sín fyrir lokamót EuroBasket sem hefst eftir nákvæmlega mánuð í dag. Danilo Gallinari leikmaður Ítala lét skapið fara með sig í dag er Ítalir mættu Hollendingum í æfingaleik. 

 

Gallinari lennti saman við hinn hollenska Jito Kok eftir frákastbaráttu sem endaði með því að Ítalinn gaf Kok vænt högg á kjaftinn. Sá fyrrnefndi var rekinn út úr húsi en fjótlega var ljóst að Danilo þyrfti að láta skoða á sér hendina eftir höggið. Eftir nánari skoðun kom í ljós að Gallinari var handabrotinn. 

 

Þetta þýðir að Gallinari verður frá í nærri tvo mánuði og missir því af Eurobasket fyrir Ítalíu. Það er mikið áfall fyrir Ítalska liðið en Gallinari er algjör lykilmaður í liðinu. Sagt er frá því á ESPN i kvöld að Gallinari yrði að öllum líkindum klár fyrir æfingabúðir NBA deildarinnar. Leikmaðurinn samdi við LA Clippers fyrr í sumar og ætti því ef allt er eðlilegt að vera klár í slaginn þegar undirbúningstímabil NBA hefst. 

 

Ítalía vann Holland í leiknum 66-57 og sigraði þar með æfingamót sem haldið var í Ítalíu um helgina. Auk þessara landa tók Hvíta-Rússland og Úkraína þátt í mótinu. 

 

Myndband af atvikinu má finna hér að neðan: