Eurobasket 2017:

Leikmaður Tindastóls á Eurobasket fyrir Breta?

25.júl.2017  17:45 Oli@karfan.is

Breska körfuboltasambandið tilkynnti á dögunum 24 manna æfingahóp fyrir Eurobasket 2017 sem liðið tekur þátt í. Í hópnum kennir ýmissa grasa, Ben Gordon fyrrum leikmaður Chicago Bulls er meðal leikmanna og leikmaður úr Dominos deild karla svo einhverjir séu nefndir. 

 

Christopher Caird leikmaður Tindastóls hefur verið valinn í landsliðshópinn og mun því æfa með liðinu í undirbúningnum fyrir Eurobaset. Caird sem er breskur að uppruna en hefur leikið á Íslandi í nokkur ár, fyrst með FSu en samdi við Tindastól fyrir síðasta tímabil. 

 

Breska körfuknattleikslandsliðið hefur þrisvar áður farið á lokamót Eurobasket en var ekki með árið 2015 en þá var liðið með Íslandi í riðli í undankeppninni. Liðið hefur best náð 13 sæti mótsins en yngri landsliðs Bretlands hafa vaxið á síðustu árum og komst til að mynda U20 landslið þeirra í A-deild á dögunum. 

 

Bretland leikur í D-riðli ásamt Rússlandi, Serbíu, Lettlandi, Tyrklandi og Belgíu en riðillinn fer fram í Istanbúl, Tyrklandi. Eurobasket hefst þann 31. ágúst en Ísland er í A-riðli mótsins og leikur í Finnlandi. 

 

24. manna landsliðshóp Bretlands má finna hér að neðan: 

 

Kieron Achara   Glasgow Rocks
Fahro Alihodzic   Panionios (GRE)
Kavell Bigby-Williams   LSU (NCAA)
Eric Boateng   Blois (FRA)
Chris Caird   Tindastoll (ICE)
Jesse Chuku   Kolossos (GRE)
Dan Clark   UCAM Murcia (ESP)
Jules Dang Akodo   Burgos (ESP)
Ben Gordon   Texas Legends (USA)
Myles Hesson   Nanterre 92 (FRA)
Kyle Johnson   London Lightning (CAN)
Kofi Josephs   Hertener Loewen (GER)
Jermel Kennedy   Worcester Wolves
Sacha KIlleya-Jones   Kentucky (NCAA)
Andrew Lawrence   Champagne Chalons-Reims (FRA)
Ben Mockford   Palma (ESP)
Gareth Murray   Glasgow Rocks
Luke Nelson   Los Angeles Clippers (USA)
Teddy Okereafor   Pistoia Basket (ITA)
Gabe Olaseni   Orleans (FRA)
Justin Sears   Ludwigsberg (GER)
Ovie Soko   UCAM Murcia (ESP)
Conner Washington   Naestved (DEN)
Carl Wheatle   Biella (ITA)