EM U20 karla:

Bein útsending: Ísland vill hefna tapsins í úrslitaleik B-deildarinnar

17.júl.2017  11:10 Oli@karfan.is

Íslenska U20 landsliðið mætir Svartfjallalandi í lokaleik riðlakeppni Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. 

 

Þessi lið mættust í úrslitaleik B-deildar evrópumótsins fyrir ári síðan en þá hafði Svartfjallaland sigur á lokasekúndum leiksins í algjörum háspennuleik. Leikmenn liðsins töluðu um það eftir tapið gegn Tyrklandi í gær að ekkert annað en hefnd væri í boði í leiknum. 

 

Finnur Freyr sagði í viðtali í gær Svartfjallaland vera með lægra lið nú enn í fyrra en liðið vann þó Tyrkland í fyrsta leik mótsins. Sigur á morgun þýðir að liðið sleppur við að mæta efsta liðinu í A-riðli sem verður líklega Grikkland í 16 liða úrslitum. Leikurinn á morgun er því gríðarlega mikilvægur fyrir möguleika Íslands á mótinu. Segja má að leikurinn í dag sé úrslitaleikur um þriðja sæti riðilsins. 

 

Beina útsendingu af leik Íslands og Tyrklands má finna hér að neðan - Leikurinn hefst kl 11:30 að íslenskum tíma. 

 

 

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

 

4. Halldór Garðar Hermannson - Þór Þorlákshöfn

5. Arnór Hermannsson - KR

6. Ingvi Þór Guðmundsson - Grindavík

7. Snorri Vignisson - Breiðablik

8. Kristinn Pálsson - Marist, USA

9. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - KR

10. Kári Jónsson - Drexel, USA

11. Snjólfur Stefánsson - Njarðvík

12. Eyjólfur Ásberg Halldórsson - Skallagrímur

13. Breki Gylfason - Haukar

14. Sæþór Elmar Kristjánsson - ÍR

15. Tryggvi Snær Hlinason - Þór Akureyri