EM U20 karla:

Lykill: Snjólfur Marel Stefánsson

16.júl.2017  18:46 Oli@karfan.is

Ísland lék gegn Tyrklandi rétt í þessu í öðrum leik B-riðils evrópukeppni U20 landsliða í Grikklandi. Eftir jafna byrjun komst Tyrkland yfir í öðrum leikhluta og gáfu ekkert eftir í baráttunni  eftir það. 

 

Ísland komst aldrei á skrið í seinni hálfleik og tapaði 82-66 gegn gríðarlega sterku liði Tyrklands. Tryggvi Snær Hlinason og Snjólfur Stefánsson voru stigahæstir hjá Íslandi. 

 

Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í tapinu gegn Tyrklandi er Snjólfur Marel Stefánsson. 

 

Mikið munaði um framlag frá Snjólfi Marel Stefánssyni sem kom inn af bekknum og barðist gríðarlega. Hann endaði með 12 stig, 6 fráköst og 45% skotnytíngu í leiknum. Snjólfur kom sér að körfunni og var stigahæstur í liðinu ásamt Tryggva Snæ Hlinasyni. 

 

Viðtal við Snjólf eftir tapið í dag má finna hér. 

 

Nánari umfjöllun um leik dagsins má einnig finna hér.